Fimleikadeild Gróttu ætlar að bjóða upp á 12 vikna námskeið í fullorðins fimleikum. Kennt verður á þriðjudagskvöldum klukkan 20:00 – 21:30 í fimleikasalnum í Gróttu.

Fullorðins fimleikar er frábær hreyfing og góð skemmtun fyrir alla. Ef vel gengur er stefnan að halda áfram með fullorðins fimleika eftir áramót og jafnvel fjölga æfingum.

Námskeiðið kostar 25.000 krónur og fer skráning og greiðsla fram í gegnum skráningakerfið Nóra https://grotta.felog.is/

Þjálfarar námskeiðsins eru Eva Katrín Friðgeirsdóttir og Hrafnhildur Sigurjónsdóttir. Fyrsti tíminn er 11. september og opin öllum.