Hinn ungi og efnilegi Gunnar Hrafn Pálsson skrifaði á dögunum undir nýjan samning við félagið.

Það eru mikil gleðitíðindi þegar uppaldir Gróttu-leikmenn skila sér upp í meistaraflokk félagsins en Gunnar lék einmitt sína fyrstu leiki í Olís-deildinni á seinasta keppnistímabili.

Gunnar á einnig að baki leiki með yngri landsliðum Íslands og hlökkum við mikið til að fylgjast með honum taka skrefið í átt að því að verða lykilmaður liðsins á næstu árum!

Á myndinni má sjá Gunnar og Þóri Jökul stjórnarmann við undirritun samningsins.