Næsti leikur meistaraflokks karla er á laugardag kl 17:00 í Origo-höllinni á Hlíðarenda gegn drengjum Séra Friðriks í Val.

Valsmenn hafa sent stuðningsmönnum Gróttu heimboð í upphitun þeirra sem hefst á slaginu 16:00 í Fjósinu. Fjósið er staðsett við hliðina á Origo-höllinni og fer ekki framhjá vegfarendum.

Kaldur á krana og hamborgarar á grillinu!

Við hvetjum alla stuðningsmenn Gróttu til að þiggja boðið og mynda góða stemningu fyrir leik og kíkja svo á leikinn og hvetja strákana!