Laugardaginn 6. október nk. boðar aðalstjórn Gróttu til Stefnumóts um stöðuna hjá Íþróttafélaginu Gróttu. Á haustmánuðum 2015 komu fjölmargir aðilar saman og lögðu grunninn að stefnumótun Gróttu til ársins 2025. Hægt er að sjá stefnumótunina með því að smella hér. Nú er ætlunin að skoða ákveðna þætti í starfi Gróttu, finna rauðan þráð í umræðunni og sjá hvert við viljum stefna með starfsemina okkar.

Stefnumótið verður undir stjórn Hrannar Pétursdóttur, ráðgjafa en hún vann einnig með okkur að gerð stefnumótunarinnar árið 2015. Fundurinn hefst kl. 12:00 laugardaginn 6. október og fer fram í hátíðarsal Gróttu. Áætlað er að fundurinn standi til kl. 16:00. Boðið verður upp á súpu og brauð fyrir fundargesti frá kl. 11:00.

Það er von aðalstjórnar að sem flestir sjái sér fært að mæta enda mikilvægt að heyra raddir sem flestra. Athugið að fundurinn er öllum opinn sem hafa áhuga á að hafa áhrif á starfsemi Gróttu.