Herrakvöld Gróttu 2018 verður haldið föstudaginn 26.október nk og er miðasala í fullum gangi á tix.is, https://tix.is/is/event/7004/herrakvold-grottu/, en miðinn kostar 7.500 kr.

Húsið opnar kl. 19 og er dagskráin ekki af verri endanum en hinn frægi Gunnar á völlum verður veislustjóri og Saga Garðarsdóttir verður með uppistand. Málverkauppboð, treyjuuppboð og happdrætti verður á sínum stað og margt fleira.

Kótilettur verða á boðstólum og maturinn hefst kl. 20.00.

Herrakvöldið hefur fest sig í sessi undanfarin ár sem mikill fögnuður karlmanna á Seltjarnarnesi, annarra Gróttumanna og þá sem vilja skemmta sér í góðra karla hópi. Nú er lag fyrir alla sem hafa gaman af góðri skemmtun að taka kvöldið frá.