Nú í hádeginu var dregið í 32-liða úrslit karla og 16-liða úrslit kvenna í Coca-Cola bikarkeppninni í handbolta.

Gróttu-liðin voru bæði í pottinum og fengu svo sannarlega verðug verkefni.

Karlaliðið mætir Olís-deildarliði Stjörnunnar á heimavellien leikið verður 7. eða 8. nóvember n.k

Kvennaliðið fékk einnig heimaleik en þær mæta stjörnuprýddu Olís-deildarliði Vals og leikið verður 1.-3. nóvember.

Það er því ljóst að verkefnin eru bæði verðug og þurfa liðin okkar bæði að eiga toppleik til að tryggja sig áfram í næstu umferð.