Nú er komið að haustfræðslu til handa iðkendum og þjálfurum allra deilda. Við höfum fengið Pálmar Ragnarsson til að koma til okkar í upphafi næstu viku og flytja fyrirlestur sem hann flytur afar víða um þessar mundir við góðar undirtektir.

Fyrirlesturinn fjallar á skemmtilegan hátt um samskipti í íþróttum, hvernig við getum verið góðir liðsfélagar, leiðtogar og náð því besta úr öllum í liðinu.

Fyrirlestrarnir að þessu sinni eru fyrir iðkendur allra deilda sem eru í 5. bekk eða eldri, 2008 árgangurinn og eldri. Hópaskipting milli árganga og deilda er hér að neðan.

MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER KL. 18:30 – FIMLEIKAR 2007-2008

MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER KL. 20:00 – FIMLEIKAR 2006 OG ELDRI

MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER KL. 19:15 – FÓTBOLTI OG HANDBOLTI 2007-2008

MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER KL. 20:30 – FÓTBOLTI OG HANDBOLTI 2006 OG ELDRI

Fyrirlestrarnir fara allir fram í hátíðarsal Gróttu.