Þrír snillingar úr 3. flokki kvenna eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og voru í hóp í æfingaleik gegn Þrótti í kvöld. Þær María Lovísa, Tinna Brá og Lovísa Scheving stóðu allar með prýði í kvöld, Lovísa skoraði mark, María Lovísa átti stoðsendingu og Tinna varði glæsilega. Þetta er annar æfingarleikurinn sem María spilar með meistaraflokki í vetur en fyrsti leikurinn hennar Lovísu. Tinna keppti tvo leiki með liðinu í sumar og ljóst að framtíðin er björt með þessar efnilegu stelpur innan félagsins.

Leikurinn fór 3-5 fyrir Þrótti og þær Diljá Mjöll, Tinna Bjarkar og Lovísa skoruðu mörk leiksins. Eyjólfur Garðarsson kíkti á völlinn og smellti góðum myndum, en þær má skoða hér: https://photos.google.com/share/AF1QipNVpI8zV3hneZqEoyoJbAn3k2lakPbtx15uVxXwzNF8vCEA8BmW5y1o8LLQ8nBhgg?key=dFlTd0NUYzVHYUFraTMxYmlsV2NEUmpqM0Izcjhn