Gróttumaðurinn Pétur Steinn er að gera góða hluti í bandaríska háskólaboltanum, en liðið hans í JMU sigraði deildina sína og er komið áfram í 8-liða úrslit í NCAA. Eins og er eru þeir með top 5 besta varnarliðið í Bandaríkjunum með undir 0.5 mörk skoruð á sig að meðaltali. JMU hefur aðeins fjórum sinnum komist í 16 liða úrslitin á þeim 50 árum sem liðið hefur verið starfrækt svo þetta er stórglæsilegur árangur hjá drengjunum sem Pétur á stóran þátt í, en hann spilaði hverja einustu mínútu bæði í CAA og NCAA.
Pétur og félagar keppa við Michigan State komandi laugardag og með sigri á þeim komast þeir áfram í fjögurra liða úrslit, eða College cup.
Við óskum Pétri til hamingju með árangurinn og góðs gengis á laugardaginn!