Eins og flestir vita kom jólablað Gróttu út rétt fyrir jólin, í áttunda sinn. Blaðið er nú komið á netið, og hægt er að skoða það undir þessum hlekk:
https://issuu.com/nielsenslf/docs/gr_tta_2018_lowres

Blaðinu var ritstýrt af Benedikti Bjarnasyni sem fékk góða aðstoð frá Magnúsi Erni Helgasyni, ljósmyndaranum Eyjólfi Garðarsyni og síðast en ekki síst sá Elsa Nielsen um hönnun og umbrot blaðsins.

Blaðið er mjög veglegt, en í því má m.a. finna flott viðtöl við Glódísi Perlu Viggósdóttur, landsliðskonu, og Bjarka Má Ólafsson, þjálfara Al-Arabi í Katar, ásamt skemmtilegum fótboltamyndum og fréttum frá liðnu ári.