Pétur Rögnvaldsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Gróttu og kemur því inn í þjálfarateymið með Magnúsi Erni Helgasyni og Þór Sigurðssyni styrktarþjálfara.

Pétur hefur þjálfað hjá knattspyrnudeildinni frá árinu 2015 og er nú þjálfari 3. flokks kvenna hjá Gróttu/KR. Hann mun sinna því starfi áfram meðfram meistaraflokksþjálfuninni. Pétur er að klára UEFA-B þjálfaragráðu og mun í febrúar útskrifast með gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Magnús Örn þjálfari hafði þetta um málið að segja:

„Það er mjög ánægjulegt að fá Pétur inn í þjálfarateymið. Hann er að mínu áliti mjög frambærilegur þjálfari og tel ég að við munum bæta hvorn annan upp í starfinu. Pétur er mikill Gróttumaður og hefur ástríðu fyrir verkefninu.“