Dómarar mánaðarins eru Lovísa Scheving og Ingi Hrafn Guðbrandsson, leikmenn 3. flokks 🤘🏼

Dómari mánaðarins er nýr liður innan knattspyrnudeildarinnar þar sem dregnir eru út tveir aðilar handahófskennt, sem hafa sinnt dómgæslu þann mánuðinn. Í fyrsta drætti voru í pottinum þeir sem sinntu dómaraverkefnum frá október 2018 – janúar 2019. Þau Lovísa Scheving og Ingi Hrafn Guðbrandsson, leikmenn 3. flokks voru dregin út og eru þau dómarar mánaðarins. 
Lovísa fékk gjafabréf frá XO Veitingastaður að launum og Ingi Hrafn fékk gjafabréf frá Íslenska Flatbakan. Við þökkum styrktaraðilum okkar kærlega fyrir stuðninginn.