Okkur Gróttufólki fannst vanta mót fyrir 6. og 7.flokk hér í bænum í mars í fyrra svo við héldum hraðmót fyrir bæði stráka og stelpur. Mótið gekk framar vonum svo við ætlum að endurtaka leikinn í ár!

Gróttumótið verður haldið 3. og 17. mars, en þann 3. mars keppir 6. flokkur karla og 17. mars keppir 7. flokkur karla.

Íslandsbankamót Gróttu verður haldið 24. mars, en þá keppa 6. og 7. flokkur kvenna. 6. flokkur kvenna leikur fyrir hádegi og 7. flokkur kvenna eftir hádegi.

Leiktími er 1×12 mínútur og spilar hvert lið 5 leiki.

Þátttökugjaldið eru 2.000 kr á hvern keppanda og í því verði er innifalinn glaðningur.

Leikið verður á gervigrasinu á Vivaldivellinum en við krossum fingur og vonumst eftir því að veðurguðirnir veiti mótinu blessun sína og allt gangi upp.

Skráning á mótin fer fram með því að senda tölvupóst á jorunnmaria1996@gmail.com.

Hér má sjá myndband frá mótunum í fyrra:

Íslandsbankamót Gróttu 2019.jpg