Meistaraflokkur kvenna tekur á morgun, þriðjudag, á móti Fjölni í Grill-66 deild kvenna.

Það má búast við hörkuleik en aðeins munar 1 stigi á milli liðanna í deildinni. Gróttu-stelpur unnu fyrri leik liðanna með 3ja marka mun í vetur og því eiga Fjölnis-stelpur harma að hefna.

Við hvetjum allt Gróttu-fólk til að mæta og styðja stelpurnar kl 18:00 annað kvöld.