Stelpurnar í 4.flokki kvenna tryggðu sér á föstudag sæti í bikarúrslitum í bikarkeppni 4.flokks kvenna með 23-18 sigri á Val.

Algjörlega frábær árangur.

Úrslitaleikurinn sjálfur fer fram næstu helgi (10.mars) kl 18:00 í Laugardalshöllinni og verður nánar auglýstur.

Við óskum þeim innilega til hamingju.