Jórunn María Þorsteinsdóttir Bachmann hefur endurnýjað samning sinn við knattspyrnudeild Gróttu og verður áfram verkefnastjóri deildarinnar. Jórunn var fyrst ráðin verkefnastjóri hjá deildinni í febrúar 2018 en þá var starfið ný viðbót við deildina sem hluti af framþróun hennar. Jórunn sinnir starfinu meðfram laganámi en hún er einnig leikmaður meistaraflokks kvenna. Samstarfið hefur gengið vel og fagnar stjórn deildarinnar því endurnýjun samningsins.
Á myndinni má sjá Jórunni Maríu og Hildi Ólafsdóttur, stjórnarmann, eftir undirritun samningsins 📝