Landsliðsþjálfarar hafa nú valið hóp U16 karla sem tekur þátt æfingamótinu UEFA Development Tournament í Króatíu ásamt úrtakshóp U15 kvenna.

Gróttumennirnir Orri Steinn ÓskarssonGrímur Ingi Jakobsson og Kjartan Kári Halldórsson eru í hópnum sem fer til Króatíu og keppir á æfingamótinu á vegum UEFA. Mótið fer fram 2.-7. apríl og mætir Ísland þar Króatíu, Austurríki og Bólivíu.

Gróttukonurnar Tinna Brá Magnúsdóttir og Rakel Brynjarsdottir eru í úrtakshóp U15 kvenna sem æfir saman 22.-24. mars.

Knattspyrnudeild Gróttu óskar krökkunum innilega til hamingju með þennan árangur 🇮🇸