Gróttumótið var haldið sunnudagana 3. og 17. mars, annað árið í röð, í blíðviðri á Vivaldivellinum. 6. flokkar karla frá Gróttu, ÍR, ÍA, Álftanesi, Leiknir R. og Víkingi og 7. flokkar Gróttu, Víking, ÍR, Álftanesi, Val, Fram, ÍA og HFF mættu til leiks og gekk mótið eins og í sögu.

Liðin sendu frá sér 90 lið í heildina á mótunum og spilaði hvert lið 5 leiki. Allir þáttakendur fengu safa frá Goji berry og Floridana og medalíu að mótinu loknu. Benedikt Bjarnason tók liðs- og svipmyndir á mótinu sem hægt er að sjá á Facebook síðu knattspyrnudeildarinnar og instagram.com/grottasport

Mótin voru haldin af meistaraflokki karla og meistaraflokkur kvenna heldur síðan Íslandsbankamót Gróttu þann 24. mars fyrir 6. og 7. flokkur kvenna. Það er því nóg um að vera á Vivaldivellinum þessa dagana!

Fleiri liðsmyndir má finna á facebook síðu knattspyrnudeildarinnar.