Frábærar fréttir af meistaraflokki kvenna!

Í gær vannst sigur í seinasta leik tímabilsins gegn HK-U 32-28 eftir að hafa verið 13-15 undir í hálfleik. Stelpurnar enda því tímabilið í 7.sæti í Grill-66 deildinni eftir mikla baráttu þetta árið. Nánari samantekt um tímabilið er væntanleg.

Í gær bárust einnig þær frábæru fréttir að 3 ungir lykilleikmenn framlengdu allir samninga sína við handknattleiksdeildina til 2ja ára. Þetta eru þær Katrín Helga Sigurbergsdóttir, Tinna Gísladóttir og Anna Lára Davíðsdóttir. Það er mikið gleðiefni að þessir leikmenn hafi ákveðið að framlengja samninga sína og halda áfram þeirri uppbyggingu sem er í gangi hjá meistaraflokki kvenna en stefnan er sett á sæti í Olís-deildinni á næstu 2 árum. 

Með þeim á myndinni eru þjálfararnir Arnar Jón og Davíð Örn, mjög glaðir með gang mála.