Markmaðurinn Lárus Gunnarsson hefur skrifað undir 2ja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu.

Lárus sem er 25 ára og uppalinn hjá félaginu er Gróttu-fólki vel kunnugur. Hann á að baki yfir 100 leiki
með meistaraflokki félagsins auk leikja með U-17 og U-20 ára landsliði Íslands.

Lárus spilaði síðast með Stjörnunni í Olís-deildinni tímabilið 2017-2018 en tók sér frí á núverandi
keppnistímabili. Hann sat þó ekki auðum höndum þetta tímabilið og þjálfar 5.flokk kvenna hjá Gróttu
auk þess að þjálfa markmenn félagsins.

Lárus sagði við undirskriftina: „Grótta verður með ungt lið næsta tímabil sem mun berjast fyrir hverju
stigi. Eftir árs frí frá handbolta rann mér blóðið til skyldunnar að taka fram skónna og hjálpa
klúbbnum að komast upp í deild þeirra bestu á nýjan leik.”

Þórir Jökull úr stjórn handknattleiksdeildar var ánægður við undirskriftina og sagði: „Þessi samningur
við Lalla endurseglar þann metnað deildarinnar að gefa ekkert eftir í starfinu og koma karlaliðinu
aftur í efstu deild.“

Frekari fregna af leikmanna- og þjálfaramálum meistaraflokks er að vænta á næstu dögum.