Knattspyrnuskóli Gróttu er fyrir krakka fædda árið 2009 til 2013. Allir eru velkomnir í Knattspyrnuskóla Gróttu, jafnt iðkendur sem hafa æft lengi sem og krakkar sem hafa áhuga á að prófa fótbolta í fyrsta skipti. Knattspyrnuskólinn hefur verið starfræktur samfellt frá árinu 1986 og hlotið gæðavottun KSÍ ár eftir ár.

Knattspyrnuskólinn verður starfræktur á Vivaldivellinum við Suðurströnd frá 09:00 – 12:00 alla virka daga frá skólalokum til verslunarmannahelgar. Tekið er á móti börnunum frá 08:00 og verða börn fædd 2012 sótt í leikskólann og þeim fylgt til baka að námskeiði loknu.

Skólastjóri knattspyrnuskólans verður Jórunn María Þorsteinsdóttir Bachmann, verkefnastjóri knattspyrnudeildarinnar, leikmaður meistaraflokks kvenna og fyrrum þjálfari ásamt góðu föruneyti þjálfara og unglinga. Lögð verður áhersla á að kenna fótbolta í gegnum skemmtilega leiki og æfingar og verður ýmislegt til gamans gert á öllum námskeiðunum.

Fyrsta námskeiðið hefst þriðjudaginn 11. júní og síðasta klárast 2. ágúst, föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi.

  • Námskeið 1 er frá 11. júní til 21. júní (7.900kr)
  • Námskeið 2 er frá 24. júní til 5. júlí (7.900kr)
  • Námskeið 3 er frá 8. júlí til 19. júlí (7.900kr)
  • Námskeið 4 er frá 22. júlí til 2. ágúst (7.900kr)

Systkinaafsláttur er 10%
Skráning í Knattspyrnuskóla Gróttu fer fram á grotta.felog.is

Athugið! Líkt og árið 2018 verða æfingar hjá 7. flokki beint á eftir knattspyrnuskólanum eða kl. 12:00. Krakkar sem eru á leikjanámskeiði eftir hádegi munu að sjálfsögðu fá að fara fyrr af æfingunni. Hægt er að fá 50% afslátt af námskeiði ef einungis er sótt það í viku eða minna (3.950kr).

Skráning í Knattspyrnuskóla Gróttu fer fram á grotta.felog.is

Aukaþjónusta

fyrir krakka fædda 2005 til 2008
Knattspyrnudeild Gróttu mun bjóða upp á aukaþjónustu í stað knattspyrnuakademíu sem hefur verið undanfarin ár.

Þjónustan verður auglýst nánar síðar.