Gunnar Hrafn Pálsson hefur skrifað undir nýjan 1 árs samning við handknattleiksdeild Gróttu.

Gunnar sem er uppalinn hjá félaginu spilaði með Val á síðasta keppnistímabili en snýr nú aftur til félagsins.

Gunnar er fjölhæfur og afar efnilegur leikmaður sem getur spilað bæði sem miðjumaður og skytta. Hann hefur einnig verið viðloðandi yngri landslið Íslands.

Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð með að hafa landað samningum við Gunnar og bjóðum við hann velkominn til félagsins aftur!