Handknattleiksdeild Gróttu hefur gengið frá ráðningu á Gunnari Andréssyni sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu og verður hann því nýráðnum þjálfara liðsins, Arnari Daða, til halds og trausts.


Gunnar þarf vart að kynna fyrir Gróttu-fólki en hann var aðalþjálfari liðsins á árunum 2014-2017 þar sem hann stýrði liðinu m.a taplausu upp í efstu deild og fór með liðið í bikarúrslit.

Það er gríðarlegur hvalreki fyrir félagið að fá Gunna aftur til starfa og sendir það skýr skilaboð um að karlalið félagsins ætli sér aftur í fremstu röð.