Í hádeginu í dag komu sex vaskir Gróttudrengir við á skrifstofu félagsins með poka með peningum. Peningana höfðu drengirnir fengið við sölu á límonaði sem þeir höfðu sérútbúið sjálfir og selt á Eiðistorgi. Með sölunni vildu þeir styrkja starf Gróttu og söfnuðu drengirnir heilum 6677 krónum. Íþróttafélagið Grótta þakkar drengjunum kærlega fyrir stuðninginn.