Eftir stutt frí fara æfingar í elstu kvennaflokkunum okkar af stað á næstu dögum og vikum.

Þjálfarar flokkanna verða þeir Magnús Örn Helgason, Pétur Rögnvaldsson og Björn Valdimarsson. Allir þrír uppaldir Gróttumenn með margra ára þjálfarareynslu.

Magnús, sem er aðalþjálfari meistaraflokks, mun halda utan um 2.flokkinn. Þeir Björn og Pétur munu þjálfa 3. flokk og Björn verður jafnframt þjálfari 4. flokks.

4.fl. fer af stað strax á fimmtudag kl. 18:30.
3.fl. byrjar 1. október
2.fl. byrjar 8. október

Æfingatafla fyrir flokkana kemur inn á næstu dögum.

Knattspyrnudeild Gróttu fagnar því að þeir Bjössi, Maggi og Pétur haldi áfram að starfa í kvennaflokkunum með okkar ungu og efnilegu knattspyrnukonum.