Það eru fimm Gróttumenn í liði 22. umferðar Inkasso-deildarinnar. Pétur Theódór Árnason var valinn maður leiksins í lokaumferðinni og er í úrvalsliði umferðarinnar ásamt þremur öðrum leikmönnum Gróttu. Það eru þeir Hákon Rafn Valdimarsson, Arnar Þór Helgason og Kristófer Orri Pétursson. Þjálfari úrvalsliðs umferðarinnar er svo Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Gaman er að segja frá því að leikmennirnir eru allir uppaldir Gróttumenn.