Herrakvöld Gróttu, kótilettuveislan mikla, verður haldin föstudaginn 18. október 2019. Húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst kl. 20.

Kótiletturnar verða smjörsteiktar í raspi og munu endast fram á rauðanótt. Allt meðlæti verður einfalt, smekklegt og til þess gert að skyggja ekki á aðalréttinn.

Dagskrá kvöldsins verður með hefðbundum hætti. Ávarp, uppistand, gamanmál, samsöngur, happadrætti, uppboð og margt fleira.

Allur ágóði kvöldsins rennur til meistaraflokka Gróttu, karla og kvenna, í knattspyrnu og handbolta.