Íþróttafélagið Grótta hefur gengið frá ráðningu Gunnlaugs Jónssonar í stöðu íþrótta- og verkefnastjóra á skrifstofu félagsins. Gunnlaugur er 45 ára gamall og hefur þjálfað meistaraflokk karla í knattspyrnu í áratug, m.a. hjá KA, ÍA og HK. Hann hefur auk þess viðamikla reynslu af þáttagerð í útvarpi og sjónvarpi.

Það er von Gróttu að starf félagsins eflist til muna við komu Gunnlaugs til starfa hjá félaginu. Gunnlaugur hefur þegar hafið störf.