Knattspyrnudeildir Gróttu og KR hafa náð samkomulagi um áframhaldandi samstarf í 2. og 3. flokki kvenna. Liðin hafa verið í samstarfi síðan árið 2013 og árangurinn verið mjög góður. Því er mikið fagnaðarefni að í dag skrifuðu formenn deildanna undir tveggja ára samstarfssamning.
Aníta Lísa Svansdóttir mun þjálfa 2. flokk kvenna. Aníta og Bjössi Vald munu þjálfa 3. flokk kvenna.