Miðvikudaginn 15. janúar verður dómaranámskeið haldið í Vallarhúsinu við Vivaldivöll í samstarfi við KSÍ. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem gætu haft áhuga á að taka einhver dómarastörf að sér innan félagsins og einnig fyrir iðkendur til að öðlast betri skilning á dómarastörfum.

Námskeiðið hefst kl. 19:30 og stendur yfir í um tvær klukkustundir. Þriðjudaginn 21. janúar verður síðan haldið dómarapróf, sem felst í krossaspurningum. Við hvetjum þá sem komast einungis annan daginn að koma endilega, þrátt fyrir að komast ekki í prófið.

Það er skyldumæting á námskeiðið fyrir 2. og 3. fl. karla og kvenna en foreldrar eru einnig velkomnir!

Námskeiðið er fyrir 15 ára og eldri.

Við fögnum fjölgun iðkanda í deildinni en samhliða eykst leikjaföldi á vellinum og því viljum við stækka hóp þeirra sem dæma innan félagsins.

Skráning er hafin á magnus@ksi.is