Þeir Ágúst Freyr Hallsson og Bjarki Leósson eru gengnir til liðs við Gróttu og skrifuðu undir tveggja ára samning við félagið nú á dögunum.
Ágúst, betur þekktur sem Áki, er 26 ára framherji sem kemur frá ÍR en hann á að baki 112 meistaraflokksleiki. Hann hefur m.a. spilað fyrir ÍR, Leikni R. og HK en í sumar spilaði hann 22 leiki fyrir ÍR og skoraði í þeim átta mörk.
Bjarki Leósson ætti að vera Gróttufólki kunnugur en hann kom á láni frá KR í fyrra og spilaði 15 leiki fyrir Gróttu áður en hann hélt í háskólaboltann í Bandaríkjunum í ágúst. Bjarki er 22 ára varnarmaður sem var mikilvægur hlekkur í Gróttuliðinu síðasta sumar.

Við bjóðum drengina hjartanlega velkomna og hlökkum til að fylgjast með þeim í sumar.