Tinna Brá Magnúsdóttir hefur verið valin í leikmannahóp U17 ára landsliðsins sem tekur þátt í milliriðli í Ungverjalandi 16.-25. mars. Ísland er þar í riðli með Rússlandi, Ungverjalandi og Rúmeníu. Tinna Brá er gríðarlega efnilegur markmaður en hún er á sextánda aldursári.
Knattspyrnudeild Gróttu óskar Tinnu Brá innilega til hamingju með valið 👏🏼🇮🇸