***Óskað eftir framboðum til stjórnar handknattleiksdeildar Gróttu***

Aðalfundur handknattleiksdeildar Gróttu fer fram 2.apríl n.k kl 17:00, á fundinum verður m.a kosið til stjórnarsetu til 1 árs.

Óskað er eftir framboðum í eftirfarandi stjórnarstöður:
Formaður deildar
Gjaldkeri deildar

Formaður barna- og unglingaráðs
Gjaldkeri barna- og unglingaráðs

Auk þess er óskað eftir 3 framboðum til almennra stjórnarstarfa.

Handknattleiksdeild Gróttu var stofnuð árið 1969 og hefur um árabil verið þekkt fyrir framúrskarandi barna- og unglingastarf. Mikil tækifæri felast í enn frekari stækkun deildarinnar og fjölgun iðkenda á næstu árum.

Við hvetjum áhugasama aðila til að hafa samband við framkvæmdastjóra Gróttu, Kára Garðarsson, kari@grottasport.is.