Posts filed under: Knattspyrna

Gróttumótið var haldið sunnudagana 3. og 17. mars, annað árið í röð, í blíðviðri á Vivaldivellinum. 6. flokkar karla frá Gróttu, ÍR, ÍA, Álftanesi, Leiknir R. og Víkingi og 7. flokkar Gróttu, Víking, ÍR, Álftanesi, Val, Fram, ÍA og HFF...
Landsliðsþjálfarar hafa nú valið hóp U16 karla sem tekur þátt æfingamótinu UEFA Development Tournament í Króatíu ásamt úrtakshóp U15 kvenna. Gróttumennirnir Orri Steinn Óskarsson, Grímur Ingi Jakobsson og Kjartan Kári Halldórsson eru í hópnum sem fer til Króatíu og keppir á æfingamótinu á vegum UEFA....
Jórunn María Þorsteinsdóttir Bachmann hefur endurnýjað samning sinn við knattspyrnudeild Gróttu og verður áfram verkefnastjóri deildarinnar. Jórunn var fyrst ráðin verkefnastjóri hjá deildinni í febrúar 2018 en þá var starfið ný viðbót við deildina sem hluti af framþróun hennar. Jórunn...
Gróttumótið var haldið í annað sinn sunnudaginn 3. mars í blíðviðri á Vivaldivellinum. 6. flokkar karla frá Gróttu, ÍR, ÍA, Álftanesi, Leiknir R. og Víkingi mættu til leiks og gekk mótið eins og í sögu 🌞 Alls voru 32 lið...
Þeir Grímur Ingi Jakobsson og Hákon Rafn Valdimarsson hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá U16 og U18. Grímur Ingi er í hóp U16 sem tekur þátt í úrtaksæfingum helgina 1.-3. mars og Hákon Rafn er í...
Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Gróttu í glerinu á Vivaldivellinum, miðvikudaginn 20. mars kl. 19:30. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Gróttu og hefst kl. 19:30. Námskeiðið stendur yfir í um tvær klukkustundir og er öllum opið...
Landsliðsþjálfarar U15 og U16 kvenna hafa valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum 22.-24. febrúar. Í U15 hópnum er Rakel Lóa Brynjarsdóttir, leikmaður 3. flokks. Í U16 hópnum eru þær María Lovísa Jónasdóttir og Tinna Brá Magnúsdóttir, en þær eru...
Okkur Gróttufólki fannst vanta mót fyrir 6. og 7.flokk hér í bænum í mars í fyrra svo við héldum hraðmót fyrir bæði stráka og stelpur. Mótið gekk framar vonum svo við ætlum að endurtaka leikinn í ár! Gróttumótið verður haldið 3....
3. flokkur kvenna hélt til Akureyrar um helgina að keppa á Stefnumóti KA. 22 stelpur héldu í ferðina ásamt tveimur þjálfurum og fararstjórum og mikil spenna var í hópnum. Grótta/KR tefldi fram tveimur liðum og náðu bæði liðin flottum árangri....
Dómarar mánaðarins eru Lovísa Scheving og Ingi Hrafn Guðbrandsson, leikmenn 3. flokks 🤘🏼 Dómari mánaðarins er nýr liður innan knattspyrnudeildarinnar þar sem dregnir eru út tveir aðilar handahófskennt, sem hafa sinnt dómgæslu þann mánuðinn. Í fyrsta drætti voru í pottinum þeir sem sinntu dómaraverkefnum...