Posts filed under: Knattspyrna

Tinna Brá, markmaður á yngra ári í 3. flokki, var valin í fyrri æfingahóp U-15 ára landsliðsins sem æfði 12.-13. október undir stjórn Þorlákar Árnasonar. Rakel Lóa, leikmaður á yngra ári í 3. flokki, var valin nú á dögunum í...
Þá er komið að því að kynna til leiks þjálfara 2. og 3. flokks karla. Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Axelsson þjálfa 2. flokk karla. Óskar stýrði meistaraflokki karla síðastliðið tímabil með góðum árangri og mun gera það áfram ásamt...
Þeir Hannes Ísberg, Orri Steinn, Kjartan Kári, Krummi Kaldal og Grímur Ingi úr 3. flokki karla tóku þátt í U16 úrtaksæfingum KSÍ um helgina. Þetta er glæsilegur árangur, en gaman er að segja frá því að Grótta er með þriðju...
Margrét Rán Rúnarsdóttir í 3. flokki var valin af Jörundi Áka Sveinssyni, landsliðsþjálfara U16 kvenna, í hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum helgina 2.-4. nóvember. Æfingarnar fara fram í Kórnum, Akraneshöllinni og Egilshöll. Til hamingju Margrét Rán!  ...
Fimm leikmenn úr 3. flokki karla í Gróttu hafa verið valdir af landsliðsþjálfara U16 til að taka þátt í úrtaksæfingum KSÍ 26.-28. október. Það eru þeir Hannes Ísberg Gunnarsson, Krummi Kaldal Jóhannsson, Kjartan Kári Halldórsson, Grímur Ingi Jakobsson og Orri...
Herrakvöld Gróttu 2018 verður haldið föstudaginn 26.október nk og er miðasala í fullum gangi á tix.is, https://tix.is/is/event/7004/herrakvold-grottu/, en miðinn kostar 7.500 kr. Húsið opnar kl. 19 og er dagskráin ekki af verri endanum en hinn frægi Gunnar á völlum verður veislustjóri...
Þá er komið að því að kynna þjálfara 6. flokks kvenna en þeir ættu að vera öllu Gróttu fólki góðkunnugir. Þeir Arnar Þór Axelsson og Björn Breiðfjörð Valdimarsson hafa tekið við flokknum og eru spenntir fyrir komandi tímabili. Bjössi hefur...
Knattspyrnudeild Gróttu hefur gengið frá ráðningu Magnúsar Arnar Helgasonar sem þjálfara meistaraflokks kvenna. Magnús tekur við af Guðjóni Kristinssyni sem hefur þjálfað Gróttuliðið frá því að meistaraflokkur kvenna var settur á laggirnar hjá félaginu í janúar 2016. Undir stjórn Guðjóns...
Eins og kunnugt er tryggði meistaraflokkur karla sér sæti í Inkasso-deildinni, næst efstu deild, laugardaginn 22. september, þegar liðið sigraði Hugin fyrir framan fulla stúku í frábæru haustveðri. Gróttuliðið vakti verðskuldaða athygli á árinu en liðið var það yngsta á...
Hæfileika mót N1 og KSÍ fór fram um helgina og síðustu helgi. Fyrri helgina voru drengir og þá síðari stúlkur. Grótta átti fimm fulltrúa á hæfileikamótunum, en það voru þau Lilja Lív, Rakel Lóa, Tinna Brá, Ragnar Björn og Orri...