Fimleikadeild Gróttu býður upp á fimleika sem afreksíþrótt, en einnig er lögð áhersla á að koma á móts við almenna iðkendur sem geti þannig æft fimleika eftir getu og áhuga. Í fimleikadeildinni eru í boði grunnfimleikar fyrir stúlkur og drengi frá þriggja ára aldri, áhaldafimleikar fyrir stúlkur frá 9 ára aldri og hópfimleikar og stökkfimi fyrir stúlkur og drengi frá 9 ára aldri.

Fimleikar eru ein besta alhliða líkamsþjálfun sem býðst, þar sem saman fara samhæfing hreyfinga, liðleiki og snerpa. Mæla má með því að öll börn æfi fimleika sem góðan undirbúning fyrir aðrar íþróttir.

Fyrirspurnir má senda á netfang fimleikadeildar: fimleikadeild@grottasport.is

Formaður fimleikadeildarinnar er Guðjón Rúnarsson.

Sími á skrifstofutíma er 561 1137