Hvað er barnið þitt að læra í handbolta?

Í nýsamþykktri stefnu barna- og unglingaráðs handknattleiksdeildar Gróttu er farið yfir gildi og markmið þjálfunar ásamt leiðum til að ná þeim markmiðum þar sem tekið er mið af aldri iðkenda. Hlutverk þjálfara og foreldraráða eru skilgreind og farið yfir umgjörð þjálfunar í hverjum flokki fyrir sig.

Markmiðið er að handboltaþjálfun sé skipulögð og markviss þar sem allir iðkendur fá verkefni við sitt hæfi og tækifæri til þess að ná framförum. Gleðin er sett í öndvegi þar sem stuðlað er að jákvæðum samskiptum í uppbyggilegu umhverfi og stefnt að því að börn og unglingar tileinki sér heilbrigðan lífsstíl til framtíðar.

Til að gera gott starf enn betra eru allar góðar ábendingar í tengslum við starfið innan deildarinnar vel þegnar á netfangið hanna.s.gunnsteinsdottir(hjá)gmail.com

16. okt 2015 grotta_stefnumotun_yngri_flokkar