5-manna bolti

5-manna bolti

4. janúar, 2017

Síðustu ár hefur ýmist verið leikið í 5-manna eða 7-manna bolta í 6. og 7. flokki. Árið 2013 breytti KSÍ polla- og hnátumótum 6. flokks í 5-manna mót
en misjafnt er hvort fyrirkomulagið er notað á opnum mótum.

Knattspyrnudeild Gróttu leggur áherslu á að yngstu iðkendurnir leiki 5-manna bolta og að 6., 7. og 8. flokkur taki eingöngu þátt í mótum með því keppnisfyrirkomulagi. 7-manna boltinn tekur svo við í 5. flokki.

Við teljum að vallarstærð og fjöldi leikmanna inni á vellinum í 7-manna bolta henti ekki námsferli barna í 6. og 7. flokki. Í 5-manna bolta eru
vellirnir minni en í 7-manna bolta og þannig eykst vægi tæknilegra þátta í leiknum. Sú áhersla er sannarlega í takt við námsskrá knattspyrnudeildar Gróttu.

Aðaláherslan í 5-manna bolta er á skemmtun og frjálsræði leikmanna og um leið minnkar áhersla á beina þjálfun, úrslit, stig og markatölur. Okkar upplifun er að börn hafi mikla ánægju af 5-manna bolta og eiga auðveldara með að ná færni í íþróttinni en þegar fleiri eru inni á vellinum. Rannsóknir á 5-manna bolta hafa sýnt fram á að leikmenn snerta boltann oftar samanborið við þegar fleiri eru í liði og auka þannig líkurnar á að ná upp tæknilegri færni. Börnin þurfa heldur ekki að taka jafn flóknar ákvarðanir á meðan á leiknum stendur. Þau taka virkari þátt í leiknum, þar sem að þáttakendur eru færri, og fá fleiri tækifæri til þess að leysa þau vandamál sem geta komið upp. Einnig fá þau fleiri tækifæri til þess að skora mörk.

Árið 2011 gerði Þórhallur Siggeirsson samanburð á 5-manna og 7-manna bolta í tengslum við lokaritgerð sína í Háskólanum í Reykjavík: „Er breytinga þörf á leikjafyrirkomulagi í yngri flokkum knattspyrnu á Íslandi?“ Myndirnar tala sínu máli og sýna samanburðinn á atburðum leikja í 5-manna og 7-manna bolta: