Innan íþróttamiðstöðvarinnar eru 3 íþróttasalir. Tveir af stóru sölunum eru notaðir af skólunum frá 08:00 – 14:00, en frá þeim tíma og til miðnættis taka deildir Gróttu við, ásamt almennri útleigu. Þriðji stóri salurinn er sérhæfður sem fimleikasalur þar sem fimleikadeild Gróttu hefur æfingaaðstöðu. Einnig er skrifstofu- og félagsaðstaða Gróttu í íþróttamiðstöðinni. Gervigrasvöllur er í fullri stærð ásamt æfingavelli sem var vígt árið 2006. Völlurinn er flóðlýstur og upphitaður. Við völlinn er Vallarhús þar sem knattspyrnudeild Gróttu hefur félagsaðstöðu.

Veislusalur til leigu 

Í íþróttahúsi Gróttu á Seltjarnarnesi er rúmgóður og bjartur veislusalur sem leigist út án veitinga. Góð lofthæð er í salnum. Í salnum er stórt framreiðsluborð og lítið en notardrjúgt móttökueldhús.

Hljóðkerfi er í salnum fyrir tal og tónlist ásamt skjávarpa.

Hægt er að raða borðum og stólum upp eftir óskum hvers og eins og rúmar salurinn vel um 120 manns í sæti en allt að 200 í standandi veislur.

Salurinn entar vel fyrir fermingarveislur, erfidrykkjur, brúðkaup og ættarmót. Salurinn er einnig hentugur fyrir fundi og námskeið.

Sendu okkur fyrirspurn