Soffa æfði með U-16 - Davíð með U-19

soffa1Sofia Elsie Guðmundsdóttir æfði um helgina með U-16 ára landsliðinu í fótbolta undir stjórn Úlfars Hinrikssonar landsliðsþjálfara. 28 stelpur voru boðaðar á æfingarnar en Ásdís Halldórsdóttir, liðsfélagi Soffu í 3. flokki Gróttu/KR var einnig í hópnum. Um síðustu helgi var hinn 18 ára gamli Davíð Fannar Ragnarsson boðaður á æfingar með U-19 ára landsliðinu í Fagralundi. Liðið tók eina æfingu á föstudeginum og lék svo innbyrðis leik á laugardagsmorgni þar sem Davíð spilaði virkilega vel.

Stelpurnar sem hópinn skipuðu um helgina eru fæddar árið 1999 og mun því stór hluti þeirra vafalaust vera í U-17 ára landsliðinu á næsta ári. Soffa og Ásdís voru báðar lykilmenn í 3. flokki Gróttu/KR í sumar þrátt fyrir að vera á yngri ári. Það verður því skemmtilegt að fylgjast með samvinnu þeirra og liðsfélaga þeirra á næsta tímabili en æfingar í nýjum 3. flokki erum einmitt að hefjast á morgun.


Fréttastofa Gróttusport heyrði hljóðið í Soffu nú undir kvöld og kvaðst hún vera sátt við eigin frammistöðu um helgina. Vonandi mun þessi efnilega stelpa halda áfram að bæta sig og fá tækifæri á fleiri úrtaksæfingum í vetur!

soffa-asdis

Soffa og Ásdís í leik í Reykjavíkurmótinu í vor


Davíð Fannar var óvænt boðaður á æfingar hjá U-19 um síðustu helgi eftir að hafa ekki verið í upphaflega hópnum. Davíð tók að sjálfsögðu tækifærinu fagnandi og átti skínandi góðan leik í æfingaleiknum á laugardagsmorgninum. Okkar maður var ekki í lokahópnum lokahópnum sem hélt til Króatíu í morgun en vonandi mun tækifærum Davíðs fjölga á næstuni. Hann var fyrirliði 2. flokks Gróttu sem tryggði sér sæti í B-deild á dögunum og lék auk þess einn leik með meistaraflokki Gróttu.
2.flupp

Davíð og félagar fagna sæti í B-deild


davidfannar

Undirsíður

left direction
right direction

Flýtileiðir